EL Fuego

Náttúruvæna, auðvelda notalega eldstæðið

Skip to product information
EL FUEGO ORIGINAL 37CM

EL FUEGO ORIGINAL 37CM

Þetta er vinsælasta eldstæðið hjá Eco Fuego og það sem ræsti þá velgengni sem síðan hefur orðið að veruleika. Liturinn og áferðin líkir eftir fallegri eik. Þessi verðlaunagripur framkallar aðeins brot af þeirri mengun sem almenn eldstæði senda frá sér og ákaflega einfaldur í notkun. Bálið kveiknar á aðeins örfáum mínútum, bálið logar jafnt og örugglega klukkutímum saman og það er engin þörf á að vaka yfir því statt og stöðugt. Þú getur því slakað á og notið hitans og eldsins án vandræða.

KYNNINGARAFSLÁTTUR:  Þar sem varan er glæný á Íslandi og jólin nálgast, setjum við Eco Fuego á kynningarafslátt í takmarkaðan tíma. Þetta er jólagjöfin í ár !

Sale price  39.900 kr Regular price  44.900 kr

Hvað er í kassanum?

Tim Jeffs, sá sem fann upp og stofnaði Eco Fuego, sýnir allt það sem er í kassanum.

Algengar spurningar

Afhverju er ekki að kveikna á eldstæðinu eða loginn allt of smár?
  • Það getur verið að kveikurinn sé of blautur eða að vaxið nái of langt upp. Þetta gerist í um 1% af áfyllingum.
  • Lausn: Hnoða í kúli pappír, t.d. eldhúspappír, í um golfkúlústærð. Setja upp við vegginn þar sem vaxið mætir stálinu. Þetta dregur úr auka vaxi og ætti að laga dæmið.

Hér er hægt að sjá vídeó um hvernig þetta er gert.

Áfyllingin barst brotin. Hvað ætti ég að gera?

Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

  • Ef vaxið er enn í pappírnum sem það kom í er ekkert mál að setja það bara samt í eldstæðið og kveikja í því eins og venjulega.
  • Ef pappírinn hefur rifnað af, er hægt að raða brotunum ofan í eldstæðið eins og púsluspil og það mun samt brenna eins og venjulega.
  • Ef hluti vantar eða það er allt mölbrotið þá er um að gera að heyra í okkur í sala@ecofuego.is.

Hér er hægt að sjá vídeó sem sýnir þetta.

Hversu lengi dugir vaxið? Get ég tendrað það aftur?
  • Gert er ráð fyrir að bálið dugi í allt að 8 klst. Tíminn getur verið aðeins mismunandi, allt eftir aðstæðum hverju sinni.
  • Það er hægt að kveikja upp aftur og aftur, alveg eins oft og maður vill. Það þarf bara að bíða eftir að vaxið kólni og harðni áður en kveikt er í því aftur.
Hvernig slökkvi ég í bálinu? Hversu langt þangað til að vaxið kólnar?

EKKI NOTA VATN TIL AÐ SLÖKKVA!

  • Lokið sem fylgir með er notað til að slökkva í bálinu. Því er einfaldlega rennt yfir og ofan á eldstæðið frá hliðinni, þá kafnar eldurinn hratt og vel.
  • Bíddu í eina klukkustund svo vaxið geti kólnað og harðnað áður en eldstæðið er fært úr stað.
Hvernig kveiki ég á eldstæðinu?
  • Það nægir einfaldlega að kveikja í stóra kertaþræðinum. Fullt bál ætti að komast á mjög fljótlega. Það getur tekið allt frá 5 mínútum og mest 30 mínútur.
  • Ef bálið kemst aldrei almennilega í gang má skoða efsta punktinn hér að ofan.
Get ég hitað sykurpúða yfir eldinum eða önnur matvæli?
  • Við mælum ekki með því að hita sykurpúða eða önnur matvæli yfir eldinum. Eldurinn er aðallega ætlaður til hitunar og til skrauts en ekki til eldunar.
Get ég kveikt í vaxinu án innri tunnunnar? Er hægt að nota vaxið okkar í öðrum eldstæðum?
  • Við mælum ekki með því þar sem vaxið getur oltið til hliðar eða hallað of mikið og þannig skapað hættu. Ef þau eru í innri tunnunni sem er sérhönnuð til að geyma vaxið, þá er það mun öruggara og betra.
  • Áfyllingarnar okkar eiga að notast í innri tunnu eldstæðisins, sem fylgir með. Ekki með neinu öðru.
Úr hverju er vaxið gert?
  • Eco Fuego notar 100% lífbrjótanlegt vax sem er fengið frá viðurkenndum aðilum. Það er öruggt, brennur hreint og er náttúruvænt.
Eldstæðið mitt er farið að láta á sjá, þarf ég að hafa áhyggjur?

Þetta er alveg eðlilegt.

  • Það geta komið hárfínar línur eða brot á yfirborðið og jafnvel litlar bólur. Þetta getur gerst vegna mikils hitamunar og er aðeins á útliti en hefur engin áhrif á virkni eldstæðisins.
  • Til þess að minnka líkur á þessu er gott að hafa fæturna undir eldstæðinu sem fylgja með til að auka loftflæði.
  • Einnig getur litur dökknað meðfram brúinni á eldstæðinu við notkun en það sést ekki þegar lokið er á og eldstæðið ekki í notkun.
Er eldstæðið öruggt í kringum börn og gæludýr?
  • Já, en þetta er samt alvöru eldur og það þarf að koma fram við hann sem slíkan!
  • Börn og gæludýr þurfa alltaf að vera undir eftirliti í kringum eldstæðið.
  • Hafið eldstæðið á föstu, eldheldu undirlagi og þar sem börn eða gæludýr ná ekki til.
  • Eldstæðið verður líka heitt viðkomu. Leyfið því að kólna alveg áður en það er tekið og fært úr stað.
Þarf ég að verja undirlagið undir eldstæðinu?

Já.

  • Við mælum með að setja eldstæðið á hitaþolinn grunn, t.d. flísar, hellur, stein o.s.frv.
  • Ekki hreyfa svo við eldstæðinu aftur fyrr en það hefur kólnað og vaxið orðið hart.
Get ég notað eldstæðið innan dyra?

Nei.

  • Eldstæðið er ekki ætlað til notkunar innan dyra. Það á aðeins að nota utan dyra.
Hvað á ég að gera ef vaxið er blautt?

Ekki kveikja í því þegar það er blautt!

  • Ef áfyllingarvaxið hefur blotað af vatni eða hvaða öðrum vökva sem er, er það ekki öruggt til tendrunar.
  • Blautt vax getur átt það til að spýta frá sér eldtungum. Því þarf alltaf að geyma vaxið þar sem er þurrt og varið frá veðrum og vindum.